All Seasons

Season 1

Season 2

  • S02E01 Kostaríka

    • November 10, 2019
    • Stöð 2

    Elva sem flutti ásamt eiginmanni sínum, Héðni, og tveimur sonum til Kosta Ríka í ágúst 2018. Landið er gullfallegt og þau hafa notið lífsins þar síðastliðið árið en það eru ýmsar torfærur þegar íslensk kjarnafjölskylda flytur í allt aðra menningu.

  • S02E02 Svíþjóð

    • November 17, 2019
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir Konráð og Elínu Elísabetu í Stokkhólmi en þau búa þar ásamt þremur sonum sínum. Af hreinni löngun til að næra ævintýraþrána og að leyfa drengjunum að upplifa að búa í öðru þjóðfélagi ákváðu þau að flytja út til Svíþjóðar.

  • S02E03 Marokkó

    • November 24, 2019
    • Stöð 2

    Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó. Þau eru miklir flakkarar hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og bjuggu um tíma í húsbíl þar til hann féll um koll. Núna reka þau kaffihús sem var alls ekki áætlunin upprunalega.

  • S02E04 Balí

    • December 1, 2019
    • Stöð 2

    Á Balí búa Kristín og Orra ásamt tveimur börnum þeirra en þau fluttu þangað fyrir ári. Kristín og Orri bjuggu rösk fjögur ár í Singapúr og höfðu margsinnis farið þaðan til Balí í frí, enda stutt á milli. Þau segjast hafa ákveðið fljótt að þau færu ekki frá Asíu án þess að prófa að búa á Balí.

  • S02E05 Spánn

    • January 12, 2020
    • Stöð 2

    Lóa Pind Aldísardóttir heimsækir samfélag Íslendinga í Orihuela á Spáni en í Orihuela og nærsveitum er nú stór Íslendinganýlenda. Guðmundur Þór, formaður Íslendingafélagsins, telur að um 1000 Íslendingar búi þar að jafnaði yfir veturinn.

  • S02E06 Kýpur

    • January 19, 2020
    • Stöð 2

    Dögg tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Nokkrum árum síðar var henni boðið starf hjá tölvuleikjafyrirtækinu Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun en þegar þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa.

  • S02E07 England

    • January 26, 2020
    • Stöð 2

    Lóa Pind lítur við hjá Halldóru, Maríus og dóttur þeirra Eyrúnu í Leed. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í þættinum lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska.

  • S02E08 Austurríki

    • February 2, 2020
    • Stöð 2

    Hér kynnumst við hjónunum Ruth og Auðuni en þau losuðu sig við nánast allar sínar veraldlegu eigur, keyptu sendiferðabíl, innréttuðu hann sjálf og lögðu síðan af stað út í óvissuna. Lóa Pind heimsækir þau hjónin í Sölden í Austurríki, þar sem þau höfðu vetrarsetu.

Season 3

  • S03E01 Fjölskylda á Portúgölsku fjalli

    • February 1, 2022

    Lóa Pind heimsækir Axel hljóðmann, Kittu hönnuð og dóttur þeirra Ylfu Lottu. Þau búa í 18 fm húsi á jörð á portúgölsku fjalli. Við fylgjumst með lífi þeirra, ræktun, fjarvinnu í gamalli korkverksmiðju, förum í golf, á ströndina, á nornasamkomu og sjáum hvernig er hægt að lifa skuldlausu lífi í sól hjá fjölskyldu sem er laus undan hamstrahjólinu.

  • S03E02 Ævintýri á Grænlandi

    • February 8, 2022

    Lóa Pind heimsækir Egil yfirdýralækni og Ingunni kennara sem tóku stökkið til Grænlands ásamt syni sínum af hreinni ævintýramennsku. Siglum eftir ægifögrum grænlenskum fjörðum, förum á hreindýraveiðar og kynnumst því hvernig er að vera Íslendingur í Nuuk þar sem byssur eru seldar á bensínstöðvum og unglingurinn þeirra blómstraði, fór frá því að vera innipúki í aganum í Brussel í að verða hraustur útivistarmaður í frelsinu á Grænlandi.

  • S03E03 Súrdeigsbakari í Prag

    • February 15, 2022

    Lóa Pind heimsækir Davíð súrdeigsbakara sem flutti til Prag og opnaði þar bakarí ásamt íslenskum félaga sínum. Á þremur árum hefur reksturinn blómstrað, þeir hafa nú opnað 3 bakarí og eru enn að stækka. Kynnumst gleði og sorgum hjá fráskildum bakara í fyrrum austantjaldsborginni Prag.

  • S03E04 Listafjölskylda í Róm

    • February 22, 2022

    Lóa Pind heimsækir listræna íslenska fjölskyldu sem býr skammt frá Páfagarði í Róm. Hildur er hönnuður, Ingó leikstjóri og synir þeirra báðir í listaframhaldsskóla. Þau hafa upplifað margt á tíu árum á Ítalíu; búið í kastala, í miðju iðandi næturlífinu, verið stöndug en líka fátæk og hafa þurft að vera útsjónarsöm til að framfleyta sér frá degi til dags. En þau elska Ítalíu, sólina, matinn og dramað í ítalskri þjóðarsál.

  • S03E05 Fjallahérað í Frakklandi

    • March 1, 2022

    Lóa Pind heimsækir Höllu og glókollana hennar tvo í gömlu mylluna í miðaldaþorpinu Joyeuse og fylgist með daglegu lífi þeirra; fara á vikulega markaðinn, stunda skriðdýrarannsóknir í vinnunni og óvanalegt tómstundagamanið: að fá útrás við að spila á trommur með vinum sínum í gamalli hvelfingu.

  • S03E06 Hellisbúar og fjarvinna á Kanarí

    • March 8, 2022

    Lóa Pind heimsækir tvær gjörólíkar fjölskyldur á Gran Kanaría sem framfleyta sér báðar á fjarvinnu. Kynnumst líka ljónheppnum Íslendingi sem hafði barist í bökkum öll sín fullorðinsár, jafnvel stolið sér til matar, en hefur nú keypt sér íbúð og lifir sældarlífi á ensku ströndinni. Veglegur og fjölbreyttur lokaþáttur úr sólinni á Kanarí.

Season 4

  • S04E01 Ávaxtabændur á La Palma

    • February 1, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir þúsundþjalasmiðina og ávaxtabændurna Haffa og Öglu og dætur þeirra tvær sem lifa ævintýralegu lífi sem þau skipta á milli tveggja eldfjallaeyja, Íslands og La Palma. Þau hafa plantað ógrynni ávaxtaplantna á jörðinni sinni á La Palma og byggt sér heimili þar við rætur eldfjalls sem byrjaði að gjósa fyrir skömmu. Kynnumst athafnahjónum sem elska að byggja, breyta og rækta.

  • S04E02 Frumkvöðull og læknir í Bandaríkjunum

    • February 2, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir hjón með þrjá stráka sem ákváðu að drífa sig út til Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri til að frumkvöðullinn Einar yrði klár þegar skemmtanabransinn opnaði á ný eftir Covid. Ólöf landaði flottri stöðu við háskólasjúkrahúsið við Yale. Kynnumst fjölskyldu sem elskar hraðann, drifkraftinn og orkuna í bandarísku samfélagi.

  • S04E03 7 manna fjölskylda á Menorca

    • February 3, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir hjón sem fluttu nýverið með fjögur börn til miðjarðarhafseyjunnar Menorca þar sem fimmta barnið bættist í hópinn. Hafa síðan stofnað fyrirtæki með innfæddum og eru byrjuð að leggja drög að næsta ævintýri lífsins, að sigla um heiminn með alla hersinguna.

  • S04E04 Opna veitingastað á Jótlandi

    • February 4, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir Hjördísi og Magga sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Þau voru varla lent þegar þau opnuðu bístró með íslenskan fisk og franskar. Kynnumst drífandi Íslendingum með ævintýraþrá sem hafa hreiðrað um sig í dejlige Danmark.

  • S04E05 Fiðluleikari eltir ástina til Ísrael

    • February 5, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir fiðluleikarann Ara sem fór fyrir nokkrum árum í örlagaríkt frí til Ísrael. Á síðasta degi féll hann fyrir einum innfæddum og þá var ekki aftur snúið. Honum tókst að landa eftirsóttri stöðu við Sinfóníuhljómsveitina í Tel Aviv og flutti með allt sitt hafurtask á þennan umbrotastað á hnettinum. Við kynnumst lífi Ara og Effy sambýlismanns hans í regnbogavænu samfélaginu í dýrustu borg heims.

  • S04E06 Systkyni: Uppistandari í Edinborg og kokkur í húsbíl

    • February 6, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir systkini sem hafa farið ólíkar leiðir í lífinu. Ingi hatar kulda og þegar hann ætlaði að kaupa sér í búð á Íslandi með kærustunni fengu þau sjokk, ákváðu að yfirgefa klakann og innrétta húsbíl. Systir hans Bylgja Babýlóns hatar hins vegar hita og elskar rigningu og vantaði að kveikja aftur neistann fyrir ævistarfinu. Við kynnumst lífi uppistandara í Edinborg og tilveru Inga og Nínu sem vinna á lúxushóteli í tékknesku fjöllunum yfir sumarið, en flakka um á húsbíl megnið af árinu.

  • S04E07 Bardagaíþróttir á Taílenskri paradísareyju

    • February 7, 2023
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir nýgift hjón á þrítugsaldri sem vissu ekkert alveg hvað þau vildu, fundu sig ekki í námi en þegar margfaldur heimsmeistari í taílenskri bardagaíþrótt bauð honum að gerast atvinnumaður í íþróttinni stukku þau á tækifærið. Kynnumst hugrökku ungu fólki sem lifir og hrærist í dúndrandi orkunni sem fylgir taílensku bardagaíþróttinni Muay Thai á gróðursælli paradísareyju í Taílandsflóa.

Season 5

  • S05E01 Athafnafólk í Dubai

    • February 11, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir flugmanninn Hannes og athafnakonuna Þóru sem búa ásamt börnum sínum þremur í reglufesturíkinu Dubai. Þau eru að hanna skartgripi, skrifa barnabók, læra forritun og dreymir um að verða viðskiptaveldi. Og elska sólina og hitann.

  • S05E02 Jafnöldrur í Tókýó og Suður-Frakklandi

    • February 18, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir jafnöldrur sem fóru hvor í sína áttina á hnettinum. Unnur hefur verið heilluð af Frakklandi frá barnæsku og lét drauminn rætast þegar hún flutti til Suður-Frakklands þar sem hún freistar þess að framfleyta sér í tónlistargeiranum. Thelma var dáleidd af Japan og býr nú í milljónaborginni Tókýó þar sem hún vinnur sem kennari, fyrirsæta, leikkona og almannatengill.

  • S05E03 Ævintýrafjölskylda í Síerra Leóne

    • February 25, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir Regínu og Henry Alexander sem búa ásamt tveimur börnum sínum í einu fátækasta ríki veraldar, Síerra Leóne. Þar sem tilveran er bras en náttúrufegurðin, mannlífið og litadýrðin magnaðri en í nokkru landi á norðurhveli.

  • S05E04 Fjölskylda á húsbílaflakki

    • March 3, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir fjögurra manna fjölskyldu á Korfú sem ætlaði að keyra með búslóðina frá Danmörku til Spánar og finna sér þar heimili í sólinni. En Guðnýju, Róberti og börnunum fannst svo gaman á flakkinu að þau tímdu ekki að hætta og hafa nú búið í húsbíl í heilt ár.

  • S05E05 Íslendingar sem elska Finnland

    • March 10, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir tvö heimili í Finnlandi. Unnur, Binni og dæturnar voru föst á leigumarkaði á Íslandi, í vítahring af vinnuæði og stressi en fluttu svo í finnskan skóg og eiga nú hús og bíla og stressið er gufað upp. Svo heimsækjum við Júró Reyni sem landaði stöðu við Háskólann í Helsinki.

  • S05E06 Heimshornaflakkari byggir draumahús á Srí Lanka

    • March 17, 2024
    • Stöð 2

    Lóa Pind heimsækir Björn sem yfirgaf klakann strax eftir stúdentinn, hefur ferðast linnulítið um heiminn í 14 ár, fann ástina í Alinu og þau eru nú að byggja sér draumahús með sundlaug í frumskóginum á Srí Lanka. Kynnumst heimshornaflakkara sem hefur gert ferðabakteríuna að lífsstíl og atvinnu.