Lóa Pind heimsækir hjón sem fluttu nýverið með fjögur börn til miðjarðarhafseyjunnar Menorca þar sem fimmta barnið bættist í hópinn. Hafa síðan stofnað fyrirtæki með innfæddum og eru byrjuð að leggja drög að næsta ævintýri lífsins, að sigla um heiminn með alla hersinguna.