Lóa Pind heimsækir Björn sem yfirgaf klakann strax eftir stúdentinn, hefur ferðast linnulítið um heiminn í 14 ár, fann ástina í Alinu og þau eru nú að byggja sér draumahús með sundlaug í frumskóginum á Srí Lanka. Kynnumst heimshornaflakkara sem hefur gert ferðabakteríuna að lífsstíl og atvinnu.