Við kynnumst 5 manna fjölskyldu sem tók stökkið til Stokkhólms án þess að kunna orð í sænsku.
Er best að búa í Stokkhólmi?
Lóa Pind heimsækir Konráð og Elínu Elísabetu í Stokkhólmi en þau búa þar ásamt þremur sonum sínum. Af hreinni löngun til að næra ævintýraþrána og að leyfa drengjunum að upplifa að búa í öðru þjóðfélagi ákváðu þau að flytja út til Svíþjóðar.