Ólafur Ragnar er orðinn heimilislaus og á ekki í önnur hús að vernda en til Georgs, sem var rekin úr kommúnunni í Svíþjóð. Eftir að Ólafur fær starf sem umsjónarmaður Hótels Bjarkalunds slæst Georg með honum í för og þar hitta þeir fyrir hótelstýruna Guggu sem kallar ekki allt ömmu sína. Á hótelinu hitta þeir einnig fyrir engan annan en Daníel sem vinnur nú sem kokkur á hótelinu.
Hinu rólega sveitalífi hjá Daníel er raskað þegar hann kemst að því að Ólafur Ragnar og Georg hafa verið ráðnir á hótelið. Það eru þó bót í máli að hann er settur yfirmaður þeirra beggja í mikilli óþökk Georgs. Ólafur Ragnar reynir að gera við Læðuna, sem gaf upp öndina á leiðinni frá Reykjavík, en hún Gugga hefur meiri áhuga á að þau tvö fái sér eitthvað "gott í kroppinn".
Ólafur er á miklum bömmer eftir að Gugga fékk vilja sínum framgengt gagnvart honum. Hann tekur þó gleði sína aftur þegar Stebbi Hilmars tjékkar sig inn á hótelið og hefur þegar undirbúning að kvöldvöku þar sem Stebbi á að taka lagið. Þegar eitraðir sveppir fara í sveppasúpuna verður hegðun starfsfólksins hins vegar öll hin furðulegasta.
Endurupplifðu Næturvaktina í sérstakri 40 mínútna útgáfu