Home / Series / Fávitar / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Kynfræðsla 101

    • February 16, 2022
    • Stöð 2

    Hvers vegna er mikilvægt að öll börn fái góða kynfræðslu? Um hvað snýst þetta allt saman? Er eðlilegt að hafa áhuga á kynlífi eða ekki nokkurn áhuga? Farið verður yfir mikilvægt fræðslunnar, bæði í skólum og heima fyrir. Hvernig geta forráðamenn verið til staðar fyrir börnin sín? Er í lagi að vera eins og ég er?

  • S01E02 Unaður

    • February 23, 2022
    • Stöð 2

    Hver ert þú í grunninn og hvað viltu? Þarf maður að hafa áhuga á kynlífi og ef svo er, hvernig verður maður góður í rúminu? Í þættinum verður farið yfir mikilvægi þess að þekkja sig, áður en maður lærir að þekkja aðra, að velta því fyrir sér hvað manni þykir gott og hvað ekki, hvernig maður fari að því að kynnast sjálfum sér og að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir það að hafa áhuga (eða hafa ekki áhuga) á kynlífi.

  • S01E03 Deiting lífið á Íslandi

    • March 2, 2022
    • Stöð 2

    Hvernig deitar maður á Íslandi? Má hreinlega ekkert lengur? Farið verður yfir það hvernig maður sýni annarri manneskju áhuga. Hvaða leikur er í gangi? Þarf að spila með?

  • S01E04 Samskipti í kynlífi

    • March 9, 2022
    • Stöð 2

    Hvernig talar maður saman í kynlífi? Hvað er hægt að segja í rúminu? Hvernig bið ég um það sem ég vil og virði mörk annarra? Farið verður yfir það hvað samþykki raunverulega sé og hvernig maður les í það að manneskja sé í raun og veru til í að stunda kynlíf með manni. Kynlíf er ekki fullkomið, ekkert frekar en við sjálf, og líkamar okkar eru alls konar.

  • S01E05 Klám og fantasíur

    • March 16, 2022

    Menningin í kringum okkur kennir okkur hvernig kynlífið eigi að vera, áður en við byrjum að stunda það, t.a.m. klám og rómantískar bíómyndir. Í þættinum verður farið yfir ranghugmyndir þaðan um kynlíf, mýtur úr klámi, hlutverk, samþykki, fjölbreytileika o.fl. Allt má í kynlífi ef allir eru til í það sama.

  • S01E06 Náin sambönd

    • March 23, 2022

    Hvað skiptir mestu máli í samböndum? Hvernig verður maður góður maki? Þarf ég að hafa áhuga á samböndum? Í þættinum verður farið í grunninn á nánum samböndum. Hvernig virðir maður mörk maka síns á sama tíma og maður leitast eftir því að uppfylla eigin kröfur og standarda?