Hver ert þú í grunninn og hvað viltu? Þarf maður að hafa áhuga á kynlífi og ef svo er, hvernig verður maður góður í rúminu? Í þættinum verður farið yfir mikilvægi þess að þekkja sig, áður en maður lærir að þekkja aðra, að velta því fyrir sér hvað manni þykir gott og hvað ekki, hvernig maður fari að því að kynnast sjálfum sér og að maður þurfi ekki að skammast sín fyrir það að hafa áhuga (eða hafa ekki áhuga) á kynlífi.