Fyrsta stopp Andra og Tómasar er við bændalaugina í Mjóafirði þar sem þeir þvo af sér syndir sveitaballsins. Eftir það er rúllað alla leið inn á Ísafjörð í rakstur til Villa Valla, heimsókn til Hr. Hammond og í sýnikennslu í kajakveltingi hjá Kristjáni Kajak. Því næst keyra þeir á húsbílnum góða yfir Hrafnseyrarheiði og í átt að Bíldudal. Eftir góðar móttökur og skoðunarferð um Skrímslasetrið fær Andri leiðsögn um Melódíur Minningana, tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar.