Við Mývatn rekst Andri á mjög athyglisverða konu sem gengur um með hrút í bandi og hjörð af lömbum á eftir sér. Norður á Húsavík votta Andri og Tómas limi Páls Arasonar virðingu í Reðursafninu heimsfræga. Eftir bað í ostakarinu, einu best geymda leyndamáli Húsvíkinga, er ferðinni svo heitið á bíladagana á Akureyri. Þar kynnist Andri orginal töffara. Á Dalvík spáir Andri í veðrið með meðlimum veðurklúbbsins áður en hann drífur sig á sveitaball á Höfða, lengst inn í Svarfaðardal.