Auðunn heimsækir tónlistarmanninn Bubba Morthens. Saman fara þeir yfir æskuárin í Reykjavík, tónlistarferilinn, Ísbjarnar-blúsinn, pönkið og fjölskyldulífið.
Auðunn heimsækir tónlistarkonuna Ragnhildi Gísladóttur - Röggu Gísla. Saman fara þau yfir upphaf söngferils hennar, uppvaxtarárin í Kjalarnesi, Grýlur og Draumaprinsa.
Í þessum þætti fylgumst við með rapparnum Erpi Eyvindarsyni. Auðunn kíkir í heimsókn í hús Erps á Kársnesinu og saman spjalla þeir um tónlistarferilinn, sj´´ónvarpsferilinn og pólítíkina svo fátt eitt sé nefnt.
Viðmælandi fjórða þáttar er hún Birgitta Haukdal. Á hátindi ferilsins í kringum aldamótin var Birgitta sennilega ein frægasta og vinsælasta poppstjarna sem Ísland hafði kynnst. Hún ræðir við Auðunn um þennan tíma ásamt því að sýna honum heimahaga sína í Húsavík.
Í fimmta þætti Tónlistarmannanna okkar hittir Auðunn hann Helga Björnsson. Saman fara þeir yfir helstu slagara Helga, rokkstjörnulífið og leiklistina.
Í sjötta og seinasta þætti kynnumst við Daníel Ágústi söngvara Nýdanskar og Gus Gus. Auðunn spjallar við hann um þessar tvær ólíku hljómsveitir og áhorfandinn fær að skyggnast inn í hans listræna ferli.
Auðunn heimsækir Nönnu Bryndísi í Of Monsters and Men. Þau halda á heimaslóðir Nönnu í Garðinum og saman fara þau yfir upphafsárin hennar í tónlistinni og heimsfrægðina sem fylgdi fljótt í kjölfarið.
Auðunn heimsækir Björgvin Halldórsson, einn af okkar ástsælustu söngvurum. Þeir rifja upp gamlar sögur og fara yfir langan og glæstan feril Björgvins.
Auðunn heimsækir Mugison heim á Ísafjörð og saman fara þeir yfir áhugaverðan tónlistarferil hans.
Auðunn heimsækir Andreu Gylfadóttur. Saman fara þau yfir Grafík, Todmobile og rifja upp skemmtilegar sögur frá ferli Andreu.
Gestur þáttarins er poppdrottningin Sigga Beinteins. Auðunn ræðir við hana um upphafsár ferilsins, Stjórnina, Eurovision og fleiri skemmtileg augnablik á ferli Siggu.
Viðmælandi Auðuns er söngvarinn Valdimar Guðmundsson. Saman ræða þeir hljómsveitarferill hans sem og hæðir og lægðir á ferli hans.
Í þessum þætti fylgjumst við með Auðuni Blöndal fara yfir feril Herberts Guðmundssonar. Við skyggnumst inn í líf hans í dag og förum yfir fjölbreyttan feril hans.
Auðunn Blöndal hittir söngkonuna Bríet Ísis Elfar. Hún er þekkt fyrir einstaka rödd og hreyfandi texta. Auðunn skyggnist inn í hennar persónulega líf og feril.
Páll óskar er einn okkar ástsælasti söngvari. Við skyggnumst inn í líf hans og langa feril.
Svala Björgvins hefur verið poppstjarna frá barnsaldri. Auðunn Blöndal fer yfir hennar fjölbreytta feril.
Lóa er fjölistamaður sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni FM Belfast. Auðunn Blöndal hittir hana og forvitnast um hennar ævintýri.
Björn Jörundur er eitt okkar ástsælast poppskáld. Hann hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Nýdönsk. Auðunn Blöndal hittir hann og fer yfir feril hans.