Home / Series / Pressa / Aired Order / Season 1 / Episode 3

Morðingjar

Lára kennir sjálfri sér um meint sjálfsmorð Grétars. Alda verður fyrir meira einelti í skólanum eftir að umfjöllun í samfélaginu ásakar starfsfólk Póstsins um óhappið og er hún ásökuð um að vera dóttir morðingja. Lára kemst í samband við fyrrverandi bekkjarfélaga sinn, Davíð Ólafsson, fjármálastjóra Verkmats, og spyr hann um samband Grétars og Mána og leitar upplýsinga um Halldór sem Máni átti að vera í veiðiferð með. Stefán leitar til mannsins sem hann ásakaði um að hafa verið barnaníðingur og biður hann afsökunar um að hafa ráðist á hann. Í ljós kemur að Grétar hafi verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð og reynir lögreglan sitt besta til að halda því leyndur frá fjölmiðlum. Lára hefur uppi á Esther og tekur viðtal við hana þar sem hún segir henni sannleikann um dauðsfall Grétars og reynir Esther þá að fremja sjálfsmorð.

English suomi Íslenska
  • Originally Aired January 13, 2008
  • Runtime 60 minutes
  • Content Rating United States of America TV-PG
  • Network Stöð 2
  • Created October 7, 2015 by
    Administrator admin
  • Modified October 7, 2015 by
    Administrator admin