Gúrkutíð skellur á í máli Grétars og Mána en Lára heldur sjálfsmorðstilraun Estherar leyndri frá samstarfsmönnum sínum. Ágúst ákveður að taka Öldu, Rakel og Sjöfn saman í sumarbústaðaferð til þess að koma í veg fyrir meira einelti á milli þeirra. Stefán fer að rannsaka bloggsíðu unglingsstelpu sem lýsir ofbeldisfullri móður sinni á netinu. Lára heldur áfram að tala við Davíð um mögulegar millifærslur frá Verkmati yfir á reikninga á Caymaneyjum. Lára fer heim til Mána til þess að leita að reikning sem Esther sagði að væri í einum jakkavasa hans en finnur í stað þess spólu úr öryggismyndavél Verkmats merkta dagsetningu tveimur dögum eftir hvarf hans þar sem Máni sjálfur sést gera millifærslu frá tölvu Halldórs.