Lögregluna grunar Esther um að hafa átt þátt í hvarfi Mána og fer Lára að rannsaka bakgrunn hennar. Rannsóknin leiðir hana að verktakanum Grétari Jónssyni sem Lára grunar um að hafa átt í ástarsambandi við Esther. Dóttir Láru, Alda, verður fyrir einelti í skólanum þegar skólasystur hennar brjóta síma hennar. Grétar samþykkir að hitta Láru á kaffihúsi en hann lætur ekki sjá sig. Þegar Lára sér bílinn hans í nágrenninu fer hún að leita að honum og kemur að honum þar sem lítur út fyrir að hann hafi hengt sig.