Eftir að hafa verið ítrekað hafnað, af hinum ýmsu háskólum, höfðu þær Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir ekki hugmynd um hvað þær ættu að gera í lífinu. Hvers vegna virtust allir aðrir vera með sitt á hreinu? Hvers vegna er þessi pressa að fara í bóklegt nám frekar en iðnnám? Er listnám bara einn stór brandari? Hvort er betra að fara í nám sem maður hefur engan áhuga á eða að vera ómenntaður? Þær ákváðu að gera þáttaröð og freista þess að svara þessum spurningum.
Af hverju velur fólk sér nám sem tryggir tilfinningalegt og líkamlegt álag en slæmar tekjur? Af hverju að vinna í heilbrigðisgeiranum?
Er ópraktískt að fara í listnám? Er yfir höfuð hægt að læra list? Ættu listamenn kannski að finna sér alvöru vinnu?
Af hverju er eins og fólki finnist iðnnám ekki jafn fínt og bóklegt nám? Er maður að kasta framtíðinni á glæ með því að skrá sig í iðnnám? Af hverju er alltaf skortur á iðnaðarmönnum þó ýmis iðnstörf borgi vel?
Þarf maður að mennta sig? Er eina menntunin sem er einhvers virði, sú sem maður sækir í skóla? Er skólakerfið í takt við nútímann? Er eitthvað hallærislegra en að segjast vera í skóla lífsins?