Andri og Tómas finna Gráa lónið við Reykjanesvita áður en þeir fara til Keflavíkur í skoðunarferð um stúdíó Rúnars heitins Júl, Geimstein. Heima hjá Gylfa Ægis í Vogum á Vatnsleysuströnd kemst Andri að því hversu liðtækur myndlistarmaður kallinn er. Eftir ítarlega myndlistarsýningu sest svo Gylfi niður við skemmtarann í stofunni og gerir allt vitlaust. Í Mosfellsbæ gengur Andri úr skugga um hvort Álafosshverfið sé í raun og veru Kristjanía Íslands. Ferðalagið endar svo suður í Hafnarfirði í spennandi heimsókn hjá vélhjólaklúbbnum Óskabörnum Óðins.