Konur sem voru vistaðar á vistheimilinu Laugalandi eða Varpholti sem unglingar segja frá reynslu sinni af veru sinni þar. Þær lýsa andlegu niðurbroti og líkamlegu ofbeldi. Þær lýsa hvernig þær reyndu án árangurs að láta yfirvöld vita af því hvernig komið var fram við þær. Foreldri kveður hegðunarvanda unglingsstúlku hafa snarversnað eftir vistina þar. Það var ekki fyrr en konurnar ræddu við fjölmiðla á sínum tíma sem yfirvöld tóku við sér og ákveðið var að kanna vist þeirra á Laugalandi og Varpholti. Sagt er frá niðurstöðu rannsóknarinnar sem er sláandi. Stelpurnar segja hins vegar að vistin hafi verið enn verri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Starfsfólkið sem sá um stelpurnar neitar því hins vegar í rannsókninni að andlegt eða líkamlegt ofbeldi hafi átt sér stað á stofnuninni.
Women who were kept in the shelter Laugalandi or Varpholti as teenagers tell about their experiences of being there. They describe mental breakdown and physical violence. They describe how they unsuccessfully tried to inform the authorities about how they were treated. A parent says that a teenage girl's behavioral problems have worsened rapidly after staying there. It wasn't until the women spoke to the media at the time that the authorities took over and it was decided to investigate their livelihood in Laugalandi and Varpholt. The result of the study is reported, which is striking. However, the girls say that the accommodation was even worse than the results indicate. The staff who took care of the girls, however, deny in the investigation that mental or physical abuse took place at the institution.