Home / Series / Stiklur / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Arkað af stað á Austurlandi

    • October 18, 1981

    Í þessum fyrsta þætti er hugað að landi, fólki og sögu í upphafi ferðar um Austurland, þar sem litskrúðugir steinar og hvassir tindar móta einkum svip landsins. Kvikmyndun: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E02 Í litadýrð steinaríkis

    • November 1, 1981

    Í þessum þætti er fyrst skoðað steinasafn Petreu Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, en síðan farið til Borgarfjarðar eystri og þaðan í eyðibyggðina í Húsavík eystri og í Loðmundarfirði. Á þessum slóðum er hrífandi landslag með litskrúðugum fjöllum og steinum. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E03 Saga í grjóti og grasi

    • November 15, 1981

    Við alfaraleið á Norðurlandi er forn og ný saga skráð í grjótskriðum, jafnt sem grónum grundum. Í þessum þætti verður meðal annars staldrað við að Fremri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði, þar sem mikil skriðuföll urðu 1954, og að Gásum við Eyjafjörð, þar sem öldum saman var einn helsti verslunarstaður landsins. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E04 Nú förum við fram eftir

    • November 29, 1981

    Þótt ótal ferðalangar gisti Eyjafjörð ár hvert, eru þeir tiltölulega fáir, sem gefa sér tíma til þess að svipast um í hinum blómlegu og söguríku dölum, sem eru fyrir sunnan höfuðstað Norðurlands. Í þessum þætti er skroppið sem svarar dagstund suður Eyjafjarðardali, þar sem landbúnaður nýtur bestu skilyrða, sem finnast hér á landi. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E05 Þeir segja það í Selárdal

    • December 13, 1981

    Fyrri þáttur af tveimur, þar sem stiklað er um á vestustu nesjum landsins, einkum þó í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Þar eru feðgarnir Hannibal Valdimarsson og Ólafur, sonur hans, sóttir heim á hinu forna höfuðbóli, Selárdal. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Sverrir Kr. Bjarnason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E06 Börn náttúrunnar

    • December 25, 1981

    Síðari þáttur af tveimur, þar sem stiklað er um vestustu nes landsins. Í þessum þætti liggur leiðin yfir Rauðasand og Látrabjarg vestur í Selárdal, þar sem margt er með ævintýralegum blæ. Byggingarnar og listaverk Samúels Jónssonar eiga engan sinn líka hér á landi, á sundi í firðinum er stúlka, sem kallast á við dýr sjávarins, og á Uppsölum hefur einbúinn Gísli Gíslason búið áratugum saman, án nútíma þæginda svo sem rafmagns, fjölmiðla og heyvinnuvéla. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Sverrir Kr. Bjarnason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E07 Handafl og vatnsafl

    • February 7, 1982

    Víða á Suðurlandi eru ummerki um stórbrotin mannvirki, sem gerð voru fyrr á öldinni til þess að verjast ágangi stórfljótanna og beisla þau. Staldrað er við hjá slíkum mannvirkjum í Flóa og við Þykkvabæ. Einnig er komið við hjá Geysi í Haukadal, sem leysa má úr læðingi með einfaldri aðgerð á gígskálinni. Myndirnar frá Geysi voru teknar sl. haust eftir þá umdeildu breytingu, sem gerð var á þessum fræga hver, og voru þær myndir sýndar sérstaklega föstudaginn 22. janúar sl. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gíslason. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E08 Undir Vaðalfjöllum

    • January 30, 1983

    Fyrsti þáttur af þremur þar sem stiklað er um Austur-Barðastrandarsýslu. Hún er fámennasta sýsla landsins og byggð á í vök að verjast vestan Þorskafjarðar, en fegurð landsins er sérstæð. Þessi þáttur er úr Reykhólasveit. Myndataka: Helgi Sveinbjörnsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E09 Með fulltrúa fornra dyggða

    • April 4, 1983

    Á ferð um Austur-Barðastrandarsýslu er staldrað við á Kinnarstöðum í Reykhólasveit. Rætt er við Ólínu Magnúsdóttur, 79 ára, sem býr þar ásamt tveimur eldri systrum sínum. Ólína slæst í för með sjónvarpsmönnum að Kollabúðum, fornum þingstað Vestfirðinga, og að Skógum, fæðingarstað Matthíasar Jochumssonar. Myndataka: Helgi Sveinbjörnsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson.

  • S01E10 Fámennt í fagurri sveit

    • May 1, 1983

    Byggðir, sem fyrrum voru blómlegar við Breiðafjörð, eiga nú í vök að verjast og allstór eyðibyggð hefur myndast í Barðastrandarsýslu. Í þessum þætti er farið um Gufudalssveit. Þar er byggð að leggjast niður í Kollafirði og síðasti bóndinn flytur úr firðinum í ár. Myndataka: Helgi Sveinbjörnsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson.

  • S01E11 Í Mallorcaveðri í Mjóafirði (1/2)

    • May 19, 1983

    Í þessum þætti liggur leiðin frá Egilsstöðum til Mjóafjarðar. Þar gengur yfir hitabylgja eftir kalt sumar. Rakur og svalur útsynningsstrekkingur á Suðvesturlandi verður að þurrum og hlýjum hnúkaþey þegar hann steypist niður yfir Austfirðina. Á Mjófjarðarheiði slæst Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráðherra og alþingismaður, í förina og fylgir sjónvarpsmönnum um heimabyggð sína. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Oddur Gústafsson. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson.

  • S01E12 Í Mallorcaveðri í Mjóafirði (2/2)

    • June 19, 1983

    Í þessum þætti er haldið áfram ferðinni í Mjóafirði í fylgd með Vilhjálmi Hjálmarssyni í einmuna blíðviðri. Farið er um sæbrattar skriður allt út á Dalatanga þar sem suðrænn aldingróður skrýðir gróðurhús. Myndataka: Páll Reynisson. Hljóð: Oddur Gústafsson. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson.

  • S01E13 Undir hömrum, björgum og hengiflugum

    • June 24, 1984

    Stiklað er um við Önundarfjörð, Dýrafjörð og Arnarfjörð, þar sem brött og illkleif fjöll setja mark sitt á mannlífið, einkum að vetrarlagi. Myndataka: Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E14 Afskekkt byggð í alfaraleið

    • July 22, 1984

    Við innanverðan Arnarfjörð liggur þjóðleiðin um fámennt byggðarlag og afskekkt að vetrarlagi. Á mörgum bæjum búa einbúar, svo sem á Hjallkárseyri, þar sem þjóðvegurinn liggur við bæjarhlaðið en búið er við frumstæð skilyrði. Á leiðinni vestur blasa við eyðieyjar á Faxaflóa og Breiðafirði. Myndataka: Baldur Hrafnkell Jónsson, Ómar Magnússon og Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Myndband: Elías Magnússon. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E15 Byggðin á barmi gljúfursins

    • January 20, 1985

    Sjónvarpsmenn stikluðu um á Norðurlandi síðastliðið sumar. Þeir tylltu sér fyrst niður í Austurdal í Skagafirði en síðan lá leiðin til Eyjafjarðar og útnesja nyrðra. Í þessum þætti er að mestu dvalist í Austurdal þar sem bærinn Gilsbakki stendur á bröttum bakka hrikalegs gljúfurs Austari-Jökulsár. Farið er með Hjörleifi Kristinssyni niður í gljúfrið í svonefndan Dauðageira. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E16 Af sviðinu á sjóinn

    • March 3, 1985

    Í þessum þætti liggur leiðin út í Hrísey á Eyjafirði á einum af mörgum góðviðrisdögum sumarsins 1984 þegar bátar eyjarskeggja og annarra Eyfirðinga eru að veiðum á spegilsléttum sjónum kringum eyna. Farið er í róður með hjónunum Árna Tryggvasyni leikara og Kristínu Nikulásdóttur. Þau fara á hverju sumri úr skarkala höfuðborgarinnar út í hina friðsælu eyju, þar sem eru æskustöðvar Árna, og stunda þar handfæraveiðar sumarlangt. Umsjón Ómar Ragnarsson.

  • S01E17 Í Fjörðum

    • March 17, 1985

    Í þessum þætti er stiklað um á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Meðal annars er farið úr höfðahverfi í fylgd með Haraldi Höskuldssyni á Réttarholti norður í Fjörður, en svo eru eyðifirðirnir Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður nefndir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E18 Með fróðum á frægðarsetri

    • April 5, 1985

    Í þessum þætti liggur leiðin út með Eyjafirði austanverðum að Laufási í Grýtubakkahreppi, höfuðbóli að fornu og nýju. Í fylgd með séra Bolla Gústavssyni er tíminn fljótur að líða, bæði í kirkjunni og hinum reisulega torfbæ þar sem allt er í svipuðu horfi og meðan búið var í honum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E19 Út til hafs og upp á jökul

    • May 26, 1985

    Í þessum þætti er ekið frá Akureyri út í eyðibyggðina á Flateyjardal þar sem eru söguslóðir Finnboga ramma og merkileg mannvirki verða á vegi. Flögrað er út í Flatey á Skjálfanda í einstakri veðurblíðu og á leiðinni til Akureyrar er slegist í för með leiðangri sem þaðan er gerður upp á Bárðarbungu á Vatnajökli. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E20 „Við skulum halda á Siglunes“

    • June 17, 1985

    Í þessum þætti verður flögrað um eyðibyggðina milli kaupstaðanna Ólafsjarðar og Siglufjarðar, skoðað hrikalegt bæjarstæði í Hvanndölum og farið í Héðinsfjörð. Á Siglunesi eru sótt heim ung hjón sem búa þar með þremur börnum sínum árið um kring þótt bæði vanti veg og bryggju. Umsjónarmaður: Ómar Ragnarsson

  • S01E21 Falin fegurð

    • May 18, 1986

    Víða um land leynast fagrir og gróðursælir staðir þar sem þeirra virðist síst von í eyðilegu hrjóstri. Flestir eru smíð náttúrunnar en á nokkrum þeirra hefur mannshöndin hjálpað til, svo sem við Selvatn á Miðdalsheiði austur af Reykjavík. Þar verður drepið niður fæti en síðan sveimað austur yfir Þingvallavatn. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E22 Slysið mikla við Mýrar

    • September 16, 1986

    Ingibjörg Friðgeirsdóttir á Hofsstöðum er nú ein til frásagnar um það sem gerðist í Straumfirði á Mýrum fyrir réttum 50 árum. Þá fórst þar franska hafrannsóknaskipið Pourquoi pas? og með því 38 menn, þeirra á meðal hinn heimskunni vísindamaður dr. Jean Charcot. Þegar sjónvarpsmenn stikluðu um Mýrar rifjaði Ingibjörg upp minningar sínar um þessa atburði sem snertu íslensku þjóðina djúpt. Myndataka: Örn Sveinsson. Hljóð: Agnar Einarsson. Umsjón: Ómar Ragnarsson.

  • S01E23 Eyjabyggðin eina (1/2)

    • January 19, 1987

    Ekki er langt síðan einna best þótti að búa á eyjum við Ísland en nú eru sárafáar þeirra byggðar. Í þessum þætti er stiklað um Knarrarnes á Mýrum, sem er eina byggða eyjan við Faxaflóa og komið í Hjörsey og Straumfjörð þar sem búið er að sumarlagi. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson

  • S01E24 Eyjabyggðin eina (2/2)

    • February 9, 1987

    Ekki er langt síðan eyjar við Ísland voru eftirsóttar hlunnindajarðir en nú eru sárafáar þeirra byggðar. Í þessum þætti er farið í Hjörsey og Knarrarnes á Mýrum þar sem fjögur systkin búa árið um kring. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E25 Nær þér en þú heldur (1/2)

    • January 6, 1988

    Í næsta nágrenni höfuðborgarinnar leynast slóðir sem gaman er að fara um, en sumar þeirra liggja við alfaraleið án þess að vegfarendur hafi oft hugmynd um það. Í þessum þætti er stiklað í austur frá Hafnarfirði í átt að Reykjanesfjallgarðinum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

  • S01E26 Nær þér en þú heldur (2/2)

    • February 3, 1988

    Nú er haldið til baka ofan af Lönguhlíð í átt til Straumsvíkur og þaðan suður í Sundvörðuhraun vestur af Grindavík, þar sem er dularfull „útilegumannabyggð“. Í lok ferðar er farið upp á Höskuldarvelli og komið að Sogunum, sem er einhver litfegursti staður landsins. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.

Season 2

  • S02E01 Unknown

  • S02E02 Unknown

  • S02E03 Unknown

  • S02E04 Unknown

  • S02E05 Unknown

  • S02E06 Líf, land og söngur

    • January 28, 1996

    Þáttur um hina óvenju ríku sönghefð á svæðinu milli Blöndu og Blönduhlíðar, þar sem eru starfandi fjórir sérstakir kórar auk allra kirkjukóranna á svæðinu. Umsjónarmaður er Ómar Ragnarsson.

  • S02E07 Unknown

  • S02E08 Unknown

  • S02E09 Eyðibyggð

    • December 26, 1980

    „Kögur og Horn og Heljarvík huga minn seiða löngum“ kveður Jón Helgason í Áföngum. Heimildarmynd þessa hefur Sjónvarpið látið gera í myndaflokknum Náttúra Íslands. Hún fjallar um eyðibyggð, og urðu Hornstrandir fyrir valinu sem dæmi. Þær eru hrikalegar og hlýlegar í senn. Þær lögðust í eyði fyrir þrjátíu árum, og nú hefur þessi landshluti verið gerður að nokkurs konar þjóðgarði. Í þessari mynd er reynt að lýsa einkennum Hornstranda og varpa ljósi á það, hvers vegna fólk fluttist þaðan. Einkum er fjallað um Sléttuhrepp, en þar bjuggu fimm hundruð manns, þegar flest var, og fluttust burt á fáum árum. Kvikmyndun Sigmundur Arthúrsson. Hljóð Marínó Ólafsson. Klipping Ragnheiður Valdimarsdóttir. Tónlist Gunnar Þórðarson. Umsjón Ómar Ragnarsson.

  • S02E10 Flökkusál (Fólk og firnindi)

    • February 1, 1998

    Ferðast um slóðir útlaga fyrri alda, einkum þó Fjalla-Eyvindar, allt frá Hornströndum til Hveravalla, Eyvindarkofavers og Hvannalinda. Slegist í för með Birgi Brynjólfssyni, jöklabílstjóra. Umsjónarmaður er Ómar Ragnarsson.

  • S02E11 Ó þú yndislega land (Fólk og firnindi)

    • January 4, 1998

    Farið bæði að sumri og vetri á landi og í lofti um hálendið norðan Suðurjökla, allt frá Emstrum til Vonarskarðs og Langasjávar. Slegist í för með gangnamönnum, ferðalöngum, unglingum og flugmönnum til þess að njóta tilbrigða og litadýrðar þessa svæðis. Umsjónarmaður er Ómar Ragnarsson.

  • S02E12 Á slóð Náttfara (Fólk og firnindi)

    • January 11, 1998

    Heimildarþáttur. Ómar Ragnarsson er á ferð og flugi um landið. Í janúar verða þættir úr smiðju hans öll sunnudagskvöld. Farið er með nútímafólki í fótspor Náttfara, sem margir telja fyrsta landnámsmanninn, allt frá suðausturströndinni til landnáms hans við Skjálfandaflóa. Þá er slegist í för með hvalaskoðunarfólki um Skjálfanda og Eyjafjörð, þar á meðal 16 ára enskum pilti sem langaði til þess að sjá hvali áður en hann dæi. Loks er stigið á land í eyðibyggðinni í Náttfaravíkum með manni sem þar er fæddur og uppalinn.

  • S02E13 Öræfin upp á nýtt (Fólk og firnindi)

    • January 18, 1998

    Á síðustu árum hefur samdráttur í landbúnaði orðið til þess að margir Öræfingar hafa nýtt sér möguleika til ferðaþjónustu á nýjan hátt, og slæst Ómar hér í för með feðgunum að Hofsnesi og kannar það.