„Kögur og Horn og Heljarvík huga minn seiða löngum“ kveður Jón Helgason í Áföngum. Heimildarmynd þessa hefur Sjónvarpið látið gera í myndaflokknum Náttúra Íslands. Hún fjallar um eyðibyggð, og urðu Hornstrandir fyrir valinu sem dæmi. Þær eru hrikalegar og hlýlegar í senn. Þær lögðust í eyði fyrir þrjátíu árum, og nú hefur þessi landshluti verið gerður að nokkurs konar þjóðgarði. Í þessari mynd er reynt að lýsa einkennum Hornstranda og varpa ljósi á það, hvers vegna fólk fluttist þaðan. Einkum er fjallað um Sléttuhrepp, en þar bjuggu fimm hundruð manns, þegar flest var, og fluttust burt á fáum árum. Kvikmyndun Sigmundur Arthúrsson. Hljóð Marínó Ólafsson. Klipping Ragnheiður Valdimarsdóttir. Tónlist Gunnar Þórðarson. Umsjón Ómar Ragnarsson.