Þau voru kærkomin kynnin við nýja manninn. Hún var nýskilin við barnsföður sinn og var að koma undir sig fótunum að nýju, komin í eigin íbúð og bjartsýn á framhaldið. Þar til allt breyttist. Maðurinn var allt annar en hann þóttist vera í fyrstu og hótanir og ógnanir urðu daglegt brauð. Við heyrum sögu Anítu Runólfsdóttur í þriðja þætti af Ofsóknum.