Önnur þáttaröð þessara vönduðu þátta þar sem sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir hittir fjölskyldur sem eru stærri en almennt gengur og gerist í dag, fylgist með heimilislífinu og forvitnast um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á stórum heimilum þar sem börnin eru allt að tíu talsins.