Morðið á Gýgjarhóli II
Opnanir á Íslandi
Jón stóri var um tíma einn þekktasti maður landsins. Hann var tíður gestur í fjölmiðlum og veitti almenningi óvenjulega innsýn inn í glæpi og undirheima. En hver var þessi umtalaði og umdeildi maður í raun og veru? Við förum yfir sögu Jóns stóra í Eftirmálum.
Í ágúst árið 2000 hrapaði lítil flugvél í sjóinn í Skerjafirði í Reykjavík með sex manns um borð. Fólkið var á leið heim eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en vélin hafði hætt við lendingu á síðustu stundu. Í þættinum förum við yfir málið sem vakti um margar stórar spurningar og varð eitt stærsta fréttamál síðari ára.
Árið 2000 varð Atli Helgason lögmaður viðskiptafélaga sínum, Einari Erni Birgissyni að bana í Öskjuhlíð. Í fjórða þætti af Eftirmálum, sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi er rætt við systkini Einars Arnar, Guðrúnu Huldu og Birgi Svan. Þau rifja upp atburðarásina í kringum málið á sínum tíma og lýsa því hvernig þau hafa tekist á við eftirmála þess.
Í sjötti þætti Eftirmála er Braggamálið frá 2018 rifjað upp: hápólitískt hneykslismál sem varðaði útgjöld Reykjavíkurborgar til uppbyggingar á gömlum bragga í Nauthólsvík. Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri rifjar upp atburðarásina sem skapaðist í kringum málið.