Í þessum þætti hefst ferðalag Andra og Tómasar. Eftir stutt stopp hjá Valda koppasala er ferðinni heitið í gegnum Þrengslin og á fund Hilmars miðils í Þorlákshöfn. Þar forvitnast Andri um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá ferðafélaga. Svörin sem hann fær að handan eru mörg og misskýr. Andri aðstoðar síðan Pál bónda á Sandhóli við að merkja lömbin, á gamla mátann. Eftir tvíhleypu á Selfossi (tvær pyslur í einu brauði) og bað í Seljavallalaug standa þeir Andri og Tómas vaktina með lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri.