Á meðal þeirra sem segja sögu sína í þáttunum er Ragnar Erling Hermannsson sem í maí árið 2009, þá 24 ára gamall, var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvellinum í Recife í Brasilíu.
Háar hæðir og djúpar lægðir einkenna neyslusögu fíkniefnasala sem var umfjöllunarefni annars þáttar Burðardýra. Draumar um að verða næsti Pablo Escobar hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar áföllin fóru að dynja á.