Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Að jafnaði eru það fjórum sinnum fleiri karlar en konur sem taka þessa síðustu skelfilegu ákvörðun í lífi sínu. Þau binda endi á sitt líf en eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, viðskiptafræðingur og markaðsstjóri, missti Ingólf Bjarna Kristinsson, 29 ára son sinn úr sjálfsvígi árið 2017.