Vigdísi dreymir um sama frelsi og bróðir hennar hefur í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Hún og vinkonur hennar í Menntaskólanum í Reykjavík taka til sinna ráða.
Vigdís býr í París og gengur vel í háskólanáminu þegar örlögin banka upp á.
Vigdís tekur við starfi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á sama tíma tekst hún á við stærsta hlutverk lífs síns.
Vigdís ákveður að bjóða sig fram til forseta Íslands eftir ítrekaðar áskoranir en það eru ekki allir jafn ánægðir með ákvörðun hennar.