Þorri og Þura eru að undirbúa jólin saman. Þau eru alveg að springa úr jólaspenningi en Þura er búin að skreyta allt húsið og gjafirnar flæða um gólfið.
Allar jólagjafirnar og jólaskrautið hafa horfið skyndilega. Þorri og Þura eru ráðalaus, þau reyna ýmislegt til að endurheimta gjafirnar og skrautið en ekkert gengur. Hvað verður um jólin?
Þorri og Þura hafa komist að því að einhver dularfullur hefur stolið öllu skrautinu þeira. En hver? Álfabörnin töfra fram álfaryk sem hjálpar þeim að finna slóð af loppuförum!
Jólakötturinn stal öllu jóladótinu. Þorri og Þura eru miður sín og rifja upp hvað það er sem jólin snúast um í raun og veru.