Í Ævintýralandi geta börn á aldrinum 3-9 ára brugðið á leik og átt ógleymanlegar stundir á meðan fullorðna fólkið verslar í Kringlunni. Meðal þess sem bíður barnanna í Ævintýralandi má nefna ótrúlega spennandi risakastala með boltalandi, skemmtilegan bát að leika í, barnaeldhús, föndurhorn, skapandi leikföng til að flokka, raða, kubba ofl. Eins má eiga rólega stund í notalegu slökunarherbergi með litlu bókasafni. Sjáðu Sólon leika sér og prófa allt sem Ævintýraland hefur upp á að bjóða!
Ofurhetjan Sólon bakar alvöru pítsu á Pizzunni. Hann spreytir sig í eldhúsinu og fær kennslu frá alvöru fagmanni í pítsugerð. Eftir þennan þátt ættu börn og foreldrar að geta bakað saman alvöru pítsu.
Sólon heimsækir húsdýragarðinn Slakka. Sólon leikur sér með og klappar dýrunum, hoppar á ærslabelg, fer í minigolf og allskonar skemmtilegt. Sjáðu Sólon leika sér og sýna hvað Slakki hefur upp á að bjóða!
Sólon kíkir í heimsókn í fimleikasal Gerplu. Þar leikur hann sér á trampólíni, púðagryfju, þrautabrautum og allskonar skemmtilegt. Sjáðu Sólon leika sér og sýna hvað Gerpla hefur upp á að bjóða!
Trampólíngarðurinn Skopp er einn vinsælasti áfangastaður krakka á öllum aldri. Uppblásinn fótboltavöllur, skotboltavöllur, klifurveggur, trampólíngarður og margt fleira. Sjáðu Sólon skemmta sér eins og enginn sé morgundagurinn.
Fjölskylduland er mjög skemmtilegur innileikvöllur. Þar sem er lögð áhersla á að skapa fallegt, öruggt og örvandi umhverfi fyrir börn að grunnskólaaldri. Leiksvæðin hvetja börn til þess að læra, þroskast og hafa gaman í gegnum leiki. Sólon kíkti í heimsókn og var sú heimsókn ekki af verri endanum!
Fótboltaland er fyrsti fótboltaskemmtigarður Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þetta er einn glæsilegasti skemmtigarður landsins með mikinn fjölda stafrænna tækja og þrauta sem tengjast fótbolta. Sólon og Spiderman kíkja í heimsókn og skemmta sér konunglega!!!
Sólon upplifir jólin í fyrsta skipti þar sem það eru engin jól á sólinni. Sólon bakar pikarkökuhús, hittir jólasveininn, spilar nokkur jólalög og margt fleira.
Sólon kíkir í Kastalakaffi sem er frábært kaffihús með ótrúlega skemmtilegu leikherbergi fyrir krakkana. Einnig fáum við innsýn í Martex/Batik sem er flott fyrirtæki sem sérhæfir sig í fataframleiðslu og merkingum á fatnaði, þar sjáum við hvernig við merkjum Sólon boli til dæmis!
Sólon bakar kókoskúlur og berjaköku. Einnig kíkir Sólon út á leikskólalóð til að leika sér, syngur á gítarinn og fer yfir nokkur skemmtileg tilfinningaspjöld.
Sólon á afmæli og fær skemmtilegar afmælisgjafir frá Bínu. Hann ákveður að leika sér með afmælisgjafirnar í góða veðrinu í Elliðaárdalnum.
Sólon fagnar jólunum! Skyrgámur mætir aftur, Sólon opnar pakka, syngur jólalög, gerir góðverk og margt fleira.