Í fyrsta þætti hittir Dóri larpara og tekur með þeim larp í Öskjuhlíðinni, en LARP stendur fyrir „live action role playing“. Þau klæða sig í búninga, fara í karakter og hverfa inn í annan heim þar sem þau skylmast og kasta göldrum hvert á annað. En tekst þeim að breyta trölli eins og Dóra í alvöru nörd?