Juan Gabriel Rios Kristjánsson var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir 40 árum og ólst upp á Akureyri. Hann hefur alla tíð hafa bundið vonir við að einn daginn takist honum að hafa uppi á ættingjum sínum í upprunalandinu og hefur aldrei gefist upp þótt hann hafi leitað markvisst í meira en áratug.