Við skyggnumst inn í líf mæðginana Eddu Björgvins og Björgvins Franz. Þar keppist Björgvin við að eiga gæðastundir með móður sinni en Edda kemur þeim fljótlega í vandræði með stjórnsömum uppátækjum sínum. Bíltúrinn tekur svo óvænta stefnu þar sem þau enda á æskuslóðum Eddu með tilheyrandi söng og gleði
Edda mætir með óvæntan glaðning í bíltúrinn, Björgvini til mikils ama. Saman rifja þau upp sögur af framhaldsskólaárum þeirra þar sem hippar, heilsufæði og Stuðmenn koma við sögu. Hugmyndir Eddu um útiveru gera næstum útaf við Björgvin sem þarf að grípa til sinna ráða svo samverustundin fari ekki út um þúfur.
Bíltúrinn leiðir þau í gegnum sprenghlægilegar minningar um fjölskyldulíf þeirra mæðgina. Saman heimsækja þau fornar slóðir þar sem allt grínið varð til og þráhyggjur Björgvins byrjuðu fyrir alvöru með tilheyrandi korselettum og óbilandi áhuga á leiklist.
Björgvin skipuleggur alvöru ísbíltúr til Hveragerðis þar sem “vingjarnleg” stjórnsemi Eddu nær nýjum hæðum.
Mæðginin rifja upp hlýlegar minningar um sólarlönd þar sem erlendar ísbúðir, námsárin í Bretlandi og svínaslátranir koma við sögu. Skipulagsleysi Eddu setur svo allt úr skorðum þegar þau reyna að heimsækja æskuvinkonu Eddu út í sveit.