Í þessum þætti er gamla sýslumannshúsið í Stykkishólmi gert upp. Húsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum og hýst ýmsa starfsemi frá því það var byggt 1896. Nú vilja hjónin Ragnar Már og Þórný gera húsið að heimili fyrir sig og fjölskyldu sína.
Verkefnið að þessu sinni er að gera upp gamalt þvottahús í Árbænum hjá hjónunum Rakel og Konna, eina herbergið eftir í húsinu þeirra sem á eftir að taka í gegn Þau vilja fá meira nútímanlegan blæ en Rakel vill hins vegar halda aðeins í það gamla.
Hér fylgjumst við með öllu ferlinu hjá Grétari Sigfinni, knattspyrnumanni, reisa hús frá grunni í Skerjafirði. Hann vantaði hús fyrir sex manna fjölskyldu sína en eftir smá vangaveltur þá komst hann að því að það var í raun hagstæðara að reisa glænýtt hús frekar en að kaupa það tilbúið.
Hún Adda í Goðheimum vill fá meira skjól á svalirnar sínar. Húsið er frá 1960 og búið að gera upp margt en talsvert eftir sem þyrfti að gera upp. Svalahandriðið er ónýtt og mögulega ólöglegt þannig hún fær Þórhall Birgi, steinsmið, til að steypa nýtt handrið fyrir sig.
Í þessum þætti er það glæsilegt hús í Langagerði hjá hjónunum Ólafi Sveini og Önnu Þóru sem er í aðalhlutverki. Þau vilja færa og stækka eldhúsið sitt, herbergið sem þau telja vera hjarta heimilisins. Að auki ætla þau að skipta um hitakerfi og setja hita í gólfið.
Hjónin Bjarni og Elsa í Grafarvoginum vilja breyta einum palli af tveimur hjá sér í sólstofu. Til þess þurfa þau að rífa niður eldri pallinn og undirstöðurnar áður en sólstofuverkefnið hefst. Gulli fær einnig að heyra í þessum þætti hvernig er hægt að lækka rafmagnsreikninginn og hann heimsækir tvær konur á Akureyri sem vinna við að gera upp húsgögn.
Við fylgjumst með Binna og Önnu á Refstöðum flytja gömlu bátasmiðjuna í lögreglufylgd í tvennu lagi frá Akureyri og í Hálsasveit.
Gulli fylgist með Margréti rafvirkja standsetja þakíbúð í Álalind í Kópavogi.
Þá er komið að því að svifta hulunni af húsi þeirra Nínu og Gísla og nú er komið að því að flytja inn.
Það er komið að vorverkunum, Gulli tekur að sér að smíða pall og skjólvegg við sumarbústað í Grímsnesi sem er aðeins öðruvísi en hefðbundið pallasvæði.
Í upphafi þessara þáttaraðar fylgdumst við með þegar gamla bátasmiðjan var flutt frá Akureyri yfir í Hálsasveit. Nú er komið að því að steypa gólf og innrétta húsið.
Gulli heimsækir Matthías í Árbæinn. Hann ákvað að taka íbúðina sína í gegn á met tíma. Nýtt baðherbergi, heimasmíðaður vaskur og sólbekkur og borð á svölunum.
Í næsta þætti hjá meistaranum Gulla byggi fáum við að fylgjast með tveimur ólíkum verkefnum, annars vegar ódýrum en miklum útlitsbreytingum á íbúð í Fellsmúla og hins vegar kjallaraíbúð á Mánagötu.
Í næsta þætti höldum við áfram að fylgjast með krefjandi breytingum í Skógargerðinu. Þar eiga sér stað stórframkvæmdir, sem hafa heldur betur verið krefjandi.
Útsýnispallur á Bolafjalli hefur vakið mikla athygli, hér fylgist Gulli með hönnun og byggingu á pallinum frá byrjun til enda. Útsýni í hæsta gæðaflokki.
Ósk og Aron hafa fest kaup á hæð í húsi í Kópavogi nú stendur mikið til, hér á að gera hæðina eins flotta og hægt er með ódýrum hætti, mála, og breyttum lýsingu.
Árið 2018 keyptu tvær fjölskyldur ónýtt einbýlishús á Marbakkabraut í Kópavogi, rífa það og byggja parhús og það á eftir að ganga á ýmsu. Gulli hefur fylgt ferlinu eftir í fjögur ár.
Framhald af Marbakkabraut. Samið við álfa og aðrar vættir og lekir gluggar og málaferli í uppsiglingu.
Sirrý og Óskar keyptu sér raðhús á Seltjarnarnesi. Þau ætluðu fyrst bara að þrífa og mála en taka svo ákvörðun um að taka húsið allt í gegn, breyta baðinu, setja gólfhita og nýtt eldhús.
Andrea og Tolli hafa átt þann draum í mörg ár að byggja sér hús í sveit og nú með því að kaupa lóð í Ölfusi rétt hjá Hveragerði ætla þau að láta drauminn rætast.
Í síðustu þáttaröð fylgdumst við með Dísu og Bigga taka húsið sitt í gegn og til stóð að laga garðinn. Það náðist ekki þá en nú verða steyptir skjólveggir og plan í Skógargerðinu.
Erlend hjón hafa fest kaup á lítilli jörð á Snæfellsnesi. Upphaflega stóð til að byggja lítið krúttlegt sumarhús en fljótlega fór þetta verkefni að vinda upp á sig.
Framhald af Snæfellsnesinu. Litla krúttlega húsið á Snæfellsnesi hefur breyst í stórfenglegt hús á súlum sem minnir á haförn á flugi.
Uppbyggilegir og frábærir þættir í umsjón Gulla Helga sem leiðbeinir fólki, ráðleggur og fylgir eftir við hinar ýmsu heimilisframkvæmdir. Ekkert verkefni er of stórt og hér eru litið til lausna á frumlegan og skapandi hátt. Verkefnin eru af ýmsum toga og allt eru þetta krefjandi áskoranir og tekur oftar en ekki lengri tíma en fólk áætlar en verðlaunin eru gefandi í lokin.
Í þessum þætti fylgjumst með smíði útieldhúss.
Í þessum þætti fylgjumst með smíði útieldhúss.
Í þessum þætti fylgjum hjónum eftir sem eru að byggja upp húsið sitt í Kleifakór Kópavogi eftir að það uppgötaðist mygla í húsinu.
Í þessum þætti fylgjumst við með Íslendingi sem var að kaupa sér höll í Frakklandi.
Í þessum þætti höldum við áfram að fylgjumst með Íslendingi sem var að kaupa sér höll í Frakklandi.
Þáttur 7