Við gerð sambandslagasamningsins 1918 óttuðust margir Íslendingar að Danir myndu flykkjast til Íslands og setjast hér að en sá ótti reyndist ástæðulaus. Í gegnum tíðina hefur þó ýmsum þótt álitlegt að flytja hingað, bæði í atvinnuleit og í leit að skjóli. Viðmælandi í þessum þætti er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði.