Ágúst Csillag er rúmlega tvítugur, glaðlyndur ungur maður sem býr á Litla-Hrauni, 820 Eyrarbakka. Hann er ekki á leiðinni þaðan í náinni framtíð. Brestir fá að fylgjast með Ágústi og skyggnast milliliðalaust inn í tilveru hans á Hrauninu. Teymi frá Brestum fylgdi Ágústi eftir nánast hvert fótmál, frá því hann vaknaði upp úr sjö að morgni einn mánudag í september og þar til klefanum var læst klukkan tíu að kvöldi.
Sjónvarpsáhorfendur fá tækifæri til að kynnast lífinu á Litla-Hrauni frá fyrstu hendi. Markmiðið er að leita svara við því, hvort afplánun á Hrauninu sé betrun eða refsing.