Í fyrsta þætti kynnumst við Brynjari Orra sem er greindur með geðhvörf og Silju Björk Björnsdóttur sem hefur glímt við þunglyndi og kvíða.
Í 2. þætti kynnumst við Bjarneyju sem er nýgreind með geðhvörf og Ágústu sem hefur glímt við þunga geðsjúkdóma í aldarfjórðung.
Í 3. þætti áttum við okkur á því af hverju kærasti Silju hefur skilning á þunglyndi og kvíða, við hittum systkini Ágústu í Breiðholtinu og hittum í fyrsta sinn eineggja tvíbura Brynjars Orra.
Í 4. þætti skoðum við vinnumarkaðinn með þeirra augum, enda eru geðveikir stærsti hópur öryrkja á Íslandi, fáum að elta Silju til sálfræðings og hittum fullt af bráðskemmtilegu geðveiku fólki í Borgartúni.
Í 5. þætti af „Bara geðveik” er kafað ofan í hvaða aðstæður og tilfinningar verða til þess að ung og spræk kona í blóma lífsins tekur þá ákvörðun að vilja binda endi á líf sitt.
Bjarney er ein fjórum hugrökkum Íslendingum sem ákváðu að hleypa Lóu Pind og Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni inn í líf sitt. Þau hafa fylgst með Bjarneyju, Ágústu Ísleifsdóttur, Brynjari Orra Oddgeirssyni og Silju Björk Björnsdóttur mánuðum saman, sumum í tæplega ár til að fá djúpa innsýn í tilveru fólks með geðsjúkdóma.