Áramótaskaupið 1971 átti upphaflega að vera í höndum Flosa Ólafssonar eins og árin á undan. Hann var fenginn til að skrifa handrit, en Jóni Þórarinssyni dagskrárstjóra þótti það bera of mikinn keim af fyrri skaupum. Hann lofaði þó að málið væri í góðum höndum, en Áramótaskaupið 1970 varð ekkert venjulegt skaup. Í stað þess var Gamlársgleði. Um hana sáu Ása Finnsdóttir og Ómar Ragnarsson. Þau tóku á móti gestum í sjónvarpssal og á milli var sungið, spilað og sprellað með léttu hjali. Meðal gesta voru: Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfsson, Símon Ívarsson, Guðrún Á. Símonar, Þuríður Sigurðardóttir, Árni Johnsen, Björgvin Halldórsson, Ingimar Eydal og hljómsveit hans, Jónas R. Jónsson, Kristinn Hallsson, Ragnar Bjarnason, Sigurður Rúnar Jónsson og systkini og Þrjú á palli.