Í þætti kvöldsins leggur Ævar land undir fót og fer alla leið til Genfar til að skoða afar áhugavert farartæki. Hann rannsakar risastórt vélmenni og veltir því fyrir sér hvernig flugvélar haldast á lofti hér á jörðinni - og hvernig þeim myndi farnast á öðrum plánetum. Kristófer Kólumbus er landkönnuður þáttarins og Sprengju-Kata kíkir í heimsókn.