Það furðulega við eplaskífur er að í þeim eru engin epli og svo eru þær ekki skífulaga. Upphaflega voru þetta raunverulegar eplaskífur sem dýft var í soppu og djúpsteiktar. Steikingin færðist síðan yfir í sérstakar pönnur og af einhverjum ástæðum hverfa eplin síðan algjörlega. Með eða án epla þá eru skífurnar - eða réttara sagt boltarnir - dásamlegir með góðri sultu og rjúkandi kaffibolla. Uppskrift og leiðbeiningar má nálgast á Vísir.is.