Árlega er haldin Heimsmeistarakeppnin í Luftgítar í Finnlandi þar sem keppendur hvaðanæva úr heiminum keppa um hver er bestur í að spila á... já, ímyndaðann gítar! Steindi fer ekki einn heldur tekur hann mömmu sína með sér, hana Sigríði Ernu Valgeirsdóttur, sem hefur verið stoð hans og stytta allt hans líf og án hennar gæti Steindi ekki ímyndað sér að verða næsti heimsmeistari í luftgítar.