Katrín og Stefán létu læsa sig inni í Höfða í tólf klukkustundir og sýna frá dvölinni þar sem þau fullyrða að þau hafi staðfest að draugagangur sé í Höfða. Í gegnum tíðina hefur því oft verið fleygt fram að draugagangur sé í húsinu, en er þetta líklegast í fyrsta sinn sem einhver telur sig hafa sannanir um tilvist hins yfirskilvitlega í húsinu.